Fyrstu fréttir.

Sæl öll sömul.  Nú ætla ég að byrja að segja frá Geir og hvað er að gerast hjá honum. 

Síðan viðtalið var við hann í Kastljósi hefur margt breyst til hins betra hjá honum.  Margir vildu gera eitthvað fyrir hann og stofnaði ég því söfnunarreikning og það voru þó nokkuð margir sem vildu leggja sitt af mörkum.  Viljum við Þakka öllum innilega fyrir þeirra framlag.  Þeir peningar sem söfnuðust hafa komið sér svo rosalega vel fyrir Geir að það er varla hægt að lýsa því og því þakklæti sem hann vill koma á framfæri við alla.  T.d. þegar hann skemmti skóna sína í fótbolta um daginn fékk hann pening til að kaupa sér skó strax aftur.  Þurfti ekki að líma og teypa þá saman.  Einnig hefur hann nú getað keypt sér auka mat og það finnst honum alveg frábært.

Geir er einnig að byrja í skóla.  Hann er búinn að fá inn í Indiana University, í bréfaskóla þar.  Hann fær auðvitað ekki að nota tölvu og þarf því að skrifa öll verkefni með penna upp á gamla mátan.  Geir byrjaði á að taka eitt fag, Introductory Creative Writing, til að sjá hvernig honum gangi og einnig til að sjá hvernig fangelsið taki á prófum og þess háttar hjá honum.  Geir er svo himinlifandi glaður að geta farið í skóla að mamma hans segir að hann hafi bara aldrei verið eins ánægður eftir að hann fór inn.  Nú getur hann haft eitthvað til að dreifa huganum og eyða tímanum í.  Reyndar var hann svolítið hræddur við að byrja í skóla ef hann þyrfti svo að hætta vegna peningaleysis.  En honum voru gefin mörg loforð um að svo myndi ekki verða. 

Loksins í gær var hægt að senda honum orðabókina sem Eymundson gaf honum.  Við megum ekki senda honum bækur svo að við fengum þá til að senda honum bókina en fyrst varð Geir að senda þeim bréf með money order.  Þar sem hann verður að greiða fyrir bókina, en hann þurfti ekki að greiða mikið.  Svo þetta kemur sér vel.  Ég vona að hann fái bókina jafnvel fyrir helgi, alla vega fljótlega eftir helgi. 

Stofnað hefur verið Styrktarfélag í þágu Geirs Thorissonar.  Mun það sjá um greiðslu skólagjalda fyrir Geir.  Einnig mun það sjá um að hann hafi efni á að kaupa sér þau föt sem hann þarf, bækur og annað.  Pokasjóður úthlutaði félaginu styrk upp á 1. milljón króna.  Það tók Geir ansi langan tíma að átta sig á því að það færi raunverulegt.  Þakkar hann og við hjá Styrktarsjóðnum innilega fyrir þennan styrk. 

Mikið að fólki hefur verið að skrifa Geir eftir viðtalið.  Alls konar fólk, á öllum aldri.  honum finnst æðislegt að fá bréf og svarar öllum sem skrifa honum.  Geir skrifar líka flott bréf og það fólk sem ég hef talað við sem skrifar honum finnst bréfin frá honum frábær.  Hann er líka aldrei niðurdreginn og sér alltaf það jákvæða og góða við allt.  Hann er svo ótrúlega jákvæður þrátt fyrir allt.

Jæja, ég ætla ekki að skrifa meira í bili en bæti inn um leið og ég fæ að heyra eitthvað frá Geir eða þegar ég fæ bréf.  Einnig geta þeir sem skrifast á við hann og vilja koma einhverju á framfæri, gert það.

Við Geir viljum þakka öllum innilega fyrir þann samhug og þá hjálp sem hann hefur fengið.

Guð blessi ykkur öll.

Stella

P.S. Reikningsnúmer styrktarreiknings inn á upplýsingum um höfund.

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stella mín þakka  fyrir

þetta er flott og alveg rétt

við gætum þetta ekki án þín

 við erum öll  þakklát

  Guðrun

 mamma Geirs

Gudrun Thorisson (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 03:33

2 identicon

frábært að koma þessari síðu í gagnið...

nú getur maður meira fylst með hvað er í gangi

Dísa Frænka (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband