30.6.2007 | 22:12
Úr bréfum frá Geir.
Ég hef ekkert heyrt frá Geir núna síðustu daga. Ég sendi honum bréf í vikunni og Guðrún (mamma hans og systir mín) er búin að senda Geir útprentun af þessari síðu. Það verður gaman að sjá hvað hann segir við þessu. Ég var nefnilega ekki búin að segja honum frá þessu. En ég veit að hann á eftir að hafa gaman af.
Þar sem ekkert nýtt er að frétta langar mig að skrifa nokkrar línur úr bréfi sem ég fékk frá Geir í apríl á þessu ári.
"Takk fyrir bréfið og það síðasta. Þú ert frábær ég þakka þér svo mikið fyrir alla hjálpina sem þú ert að gefa mér og allan styrkinn sem ég fæ. Ég hef verið að skrifa bréf alveg stanslaust, það eru margir að skrifa mér og sína mér styrk."
"Eins með að fá bækur, má ég ekki fá neitt fyrr en ég er búin að panta það og búin að fá leyfi fyrir því, ég verð að sína að ég er að borga fyrir allar bækur."
Það sem nú kemur er úr bréfi sem ég fékk í byrjun apríl, eða fyrsta bréfið eftir að viðtalið var sýnt.
"O.K. svo er skólinn, 14000$ fyrir 7 árum en núna er það yfir 17000$ og þetta er ástæðan sem ég var ekki að segja ykkur um þetta. Ég hef aldrei spurt ykkur um pening og þetta er allt of mikið til að spyrja fjölskylduna mina að borga fyrir, við erum engin rík. Það væri ekkert smávegis æðislegt að geta farið í skóla og gera sjálfan betri tilbúin fyrir betra líf."
" Ég er að skrifa þakkar bréf fyrir miljónina. það er þó mjög erfitt að skíra út hvað þakklátur ég er."
Það er aldrei nein svartsýni eða þungi í bréfunum frá Geir. Hann er alltaf bjartsýnn og léttur. Og rosalega þakklátur fyrir allt sem er gert. Það er líka fátt sem honum finnst skemmtilegra en að fá bréf. Svo ef þú hefur áhuga á að skrifa honum endilega gerðu það. Hann svarar öllum en ekki senda nema 5 blaðsíður í einu. Hér er addressan hjá honum.
Geir Thorisson 263907
Crcc.Hu5-425
901 Corrections-way
Jarratt VA 23870-9614
U.S.A.
Takk í bili.
Stella
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.