Fær ekki læknisaðstoð

Geir er bara nokkuð ánægður þessa dagana.  Sérstaklega með skólann.  Hann hefur verið að vinna nokkur verkefni og finnst það virkilega skemmtilegt.  Það er svo yndislegt að heyra hvað honum finnst gaman að vera að læra.  Geir kemst í ritvél tvisvar í viku til að skrifa upp verkefnin sín en þegar hann er búinn að vera að berjast við að handskrifa tvær til þrjár blaðsíður verður það að hálfri þegar hann er búinn að vélrita það.  Honum finnst það rosalegt en jafnframt æðislega fyndið.

Reyndar er Geir mjög slæmur í hægri hendinni og á virkilega erfitt með að skrifa.  Hann fór í aðgerð seinasta haust vegna  klemmdra tauga en sú aðgerð misheppnaðist.  Ef hann lætur höndina hanga niður með síðunni blánar hún öll upp og hann er með stöðuga verki.  Hann bað um það að fá að hitta lækni en var sagt að það kæmi sko ekki til.  Hann fær kannski að hitta hjúkrunarkonu í vikunni.  Þetta er náttúrulega ekki hægt.  En svona er þetta.  Þegar höndin byrjaði að blána svona vildi hann auðvitað komast strax til læknis og sagði að þetta væri nú neyðartilfelli en fangaverðirnir sögðu bara nei.  Nei, sko þú þarft enga læknisþjónustu.  Það þarf að skera hann aftur en það tók hann rúm tvö ár að bíða eftir fyrri aðgerðinni svo það getur tekið annað eins að biða eftir annarri aðgerð.

En að öðru leiti hefur hann aldrei haft það betra síðan hann fór í fangelsið.  Hann er svo til alveg hættur að borða í matsalnum, maturinn er alveg óætur þar.  Yfirleit kaupir hann sér svona skyndibita úr sjálfsölum og segir að það sé miklu betra.  Við sem höfum smakkað þessa sjálfsölu skyndibita í Ameríku vitum að það er nú engin gæða fæða.  En vegna ýmissa aðila getur hann nú veit sér það og fær meira en nóg að borða.  Reyndar dreymir Geir um að fá heimatilbúinn mat.  Vonum að það geti ræst fyrr en seinna. 

Ég hef ekki heyrt hvort hann sé búinn að fá íslensku orðabókina ennþá.  Eða þær skólabækur sem voru pantaðar fyrir hann.  Fæ að vita það seinna í vikunni.

Guðrún, mamma Geir, kemur til Íslands núna í september.  Ætlum okkur að reyna að hitta á utanríkisráðherra þá og sjá hvort það sér eitthvað að frétta eða gerast í hans málum.  Vonum að við fáum tíma hjá henni. 

Ekkert meira að frétta í bili.

Stella

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband