NÝJAR FRÉTTIR

Jæja loksins kom að því að ég settist niður til að skrifa nokkur orð.  Allt of langt er síðan bæt var við hér og mun ég reyna að vera duglegri héðan í frá. :)

Annars er allt gott að frétta af honum Geir, svona eins gott og hægt er.  Hann tók tvö fög í Indiana University og stóð sig með miklum ágætum, hefur ekki fengið minna en B í neinu prófi eða fyrir neitt verkefni.  Sem er auðvitað rosalegt miða við að hann hefur ekki verið í skóla síðan, ja hann kláraði High School.

En svo var það um áramótin að hann reyndi að sækja um í skólanum sem er í fangelsinu en var sýnjað um það þar sem hann væri ekki með dvalarleyfi í Bandaríkjunum lengur.  Eftir mikið vesen kom það þó loksins í ljós að hann gæti fengið að fara í skólan og hann byrjaði þar fyrir tveimur vikum síðan.  Kennt er í fangelsinu.  Hvernig það fyrir komulag er veit ég ekki alveg.  En hann er allavega í sambandi við kennara og aðra sem eru að læra.

Skólinn er eins og nokkurs konar útibú frá Southside Virginia Community College.  Geir skráði sig í sumarskólan og tók tvö fög.  BIO 199GP - Supervised study in Biology (BIOLOGY III) og í HIS 122GP - U.S.History II.  Í fyrsta prófinu i seinustu viku í sögu, fékk hann A.  Svo hann er nú anski klár strákurinn, það máhann eiga.  Hann er reyndar að fara í próf í dag í efnafræði sem honum kveið svolítið fyrir þar sem hann var ekki viss um hvernig honum mundi ganga að muna allt það sem hann þarf að muna.  En ég hef fulla trú á honum.  Veit að honum mun ganga vel.

Annars var nú ekki neitt auðveld að komast í þessa kennslu.  það var ekki nóg að sækja bara um og allt komið.  Nei hann þurfti að flýtja.  Það varð að flýtja hann í aðra byggingu þar sem skólinn er staðsettur.  Og það var nú ekki auðveld fyrir hann.  Geir er búinn að vera á sama stað í 7 ár.  Farinn að þekkja alla og fangelsið sem hann var í (eða frekar byggingin) var frekar róleg.  Þar voru langtímafangar og viss rútína á hlutunum.  Núna á nýja staðnum er það allt öðruvíssi.  Nýjar reglur, nýtt viðhorf hjá bæði föngum og fangavörðum og allt breytt.  T.d. varð hann vitni að sínum fyrstu slagsmálum í mjög langan tíma, bara um leið og hann var fluttur.  Og fangaverðirnir leyfðu slagsmálumum að standa í smá tíma áður en þeir gerðu eitthvað.  Geir sagði líka að hann þyrfti að passa sig þarna.  Þarna eru frekar fangar sem eru í styttri tíma en þar sem hann var og þá eru reglurar öðruvísi.

Geir þarf t.d. að biðja um það skriflega að fá að fara út í fótbolta, einnig að fara í vinnu og margt annað sem hann gat gert án vantkvæða þarf hann nú að biðja um leyfi skriflega.  En hann er rosalega ánægður með að vera í skólanum svo hann ætlar ekki að láta hitt hafa áhrif á sig.  Alla vega ekki mikil.

Ekki meira í bili.  Ætla að setja inn bréf sem hann sendi mér á morgun.

Kv.  Stella


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband