Frábærar fréttir.

Jæja, loksins, loksins.

Guðrún systir hringdi í mig klukkan eitt í nótt með kveðju frá Geir.  Hann er loksins búinn að fá gögnin frá skólanum.

Fylkisstjórinn kom í fangelsið í gær og fangarnir kvörtuðu yfir því að hafa ekki fengið neina pakka í heilan mánuð.  Fylkisstjórinn lét þá fangelsisyfirvöldin láta þá fá pakka.  Geir fékk ekki alla pakkana sína en hann fékk frá skólanum.  Hann var svo spenntur.  Hann þarf að skrifa tvö ljóð og fimm blaðsíðna ritgerð um eitthvað.  Hann getur ekki beðið eftir þvi að byrja.  Geir sagði mömmu sinni að honum hefði alla tíð þótt gaman að búa til ljóð og hlakkaði mikið til að byrja.

Á föstudögum eru pakkadagar svo við vonum að hann fái skóna og orðabókina þá.  Einnig voru tvær bækur, sem pabbi hans fékk að kaupa og láta senda, ekki komnar.  Það eru bækur sem honum var ráðlagt að lesa til að hjálpa sér við lærdóminn.  En vonandi fær hann þetta allt á föstudaginn.

Karen dóttir mín fékk afmæliskort frá Geir í dag.  Rosalega flott mynd af Geir fylgdi með.  Ég þarf bara að fá mér skanna til að geta sett þetta hér á síðuna.  Hann er svo yndislegur að muna alltaf eftir afmælisdögunum þeirra, barnanna minna það er að segja.  Sonur minn fékk kort frá honum í janúar og þeim finnst það alltaf æðislegt.  Hann skrifar: ,,Live life to the fullest."  eitthvað sem við þurfum öll að gera. 

Svo loksins góðar fréttir frá honum.

Annars mun ég ekki skrifa núna í viku þar sem ég er að fara í bústað.  Vonandi verða góðar fréttir þá líka.

Bless í bili og hafið það gott.

Stella


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband