Bréf frá Geir

Mig langar að birta nokkrar línur úr bréfi frá sem ég fékk frá Geir.  það sem okkur finnst hann sýna svo mikla jákvæðni, það virðist vera svo létt yfir honum.  En dæmið sjálf.  Ég skrifa bréfið eins og hann geri það svo að orðaröðunin er stundun vitlaus.

"Allt er gott að frétta, ég er búin að skrá mig fyrir 2 fög."

"Ég hef líka verið að reyna að vélrita eins og oft fljótlega og ég get, en ég mun ekki ná að klára fagið frá Indiana fyrir Júni svo ég verð að fá framlengingu.  Málið er það að ég er að læra að vélrita og gera verkið og því miður kemst ég stundum ekki í vélritun nema 2-3 tíma á viku.  ég er að berjast til að fá að nota tölvu sem ég á að fá að nota núna samkvæmt lögum, en skólastjórinn er að segja að hann verði að finna tölvu og hver veit hvenær það mun ske."

"Annars mun ég þurfa að flytja yfir til S-3 í byggingu #8 svo ég geti farið í skólan, en það verður góð tilbreyting.  Mér líður svo miklu betur núna eftir að ég get farið í skólann."

Já. það er ekki mikil neikvæðni í þessu.  En svona er Geir og núna er hann fluttur og bara þokkalega sáttur við það allt saman. 

Ekki meira í bili, set inn fréttir um leið og þær berast.

Stella


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kíki annað slagið hérna inn til að athuga með fréttir af Geir. Þekki hann ekkert en finn einstaklega til með honum. Það vekur alltaf upp reiði mína þegar ég heyri af ómanneskjulegri meðferð í bandarískum fangelsum. Þeir trúa ekki á "annað tækifæri" þarna fyrir vestan. Vona að hann spjari sig og þrauki þetta. Er öll von úti um að hann fái að afplána einhverja rest hér heima?

Steinar (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband