3.9.2008 | 21:01
Nokkrar fréttir.
Það er bara þokkalegt hljóðið í honum Geir þessa dagana. Honum hefur gengið vel í skólanum en hann á erfitt með að skrifa út af hendinni. Þannig að hann er ekki klár á því hvort hann geti skráð sig áfram í skólann vegna þess. En ég var að ýta á hann að halda áfram fyrir því, þó ekki væri nema í einu fagi. Hann hefði þá eitthvað að gera. Ég vona að hann geri þetta. Hann er að bíða eftir að komast til læknis en það er ómögulegt að segja hvenær það verður.
Geir er reyndar ekki alveg sáttur við nýju álmuna í fangelsinu. Þarna eru fangar sem stoppa styttra við og andrúmsloftið er þvíngaðara og hættulegra. Þar sem hann var áður voru langtíma fangar og þar voru sömu mennirnir alltaf og hann þekkti alla sem hann var með. En svona er þetta að vera í fangelsi. Geir var aðeins niðurdreginn út af öllum fyrir ekki all löngu en það er nú bara eðlilegt.
Reyndar var Geir í viðtali hjá Mannlífi. Einnig var talað við mömmu hans og þá sem eru að vinna í máli hans. Ég veit ekki hvenær það birtist en ég bíð spennt. Geir fannst alveg æðislegt að tala við einhvern frá Íslandi. Einhvern utan fjölskyldunnar og hann sagði mömmu sinni að hann efði sko getað talað miklu lengur. En okkur fannst hreint ótrúlegt að sú sem talaði við hann skyldi fá að hringja og fá samband við hann. Þeir eru kannski eitthvað að breyta reglunum í fangelsinu. Eða það hefur bara legið vel á þeim þegar hún lagði beiðnina fram. Ég því miður ekki hver það var sem talaði við hann en ég er mjög ánægð með að hún skyldi gera þetta, sína áhuga á hans málum.
Ég veit ekki hvað er að gerast í máli hans en það er verið að vinna á fullu í því. Við vonum bara að hann komist heim sem fyrst. Kerfið í Bandaríkjunum er ekki beint skilvirkt eða hraðvirkt. En við verðum að halda í vonina. Það gerir Geir alltaf.
Það er bara svo erfitt að hugsa til þess að honum líði illa. Hann vill ekki tala um það þegar honum líður svoleiðis. Honum finnst hann vera að kvarta ef hann gerir það. En það er nauðsynlegt að kvarta stundum. Og ég held að enginn mundi setja út á það að Geir kvarti, svona einstaka sinnum. Aldrei kvartar hann í bréfunum sem hann skrifar mér. Heldur er hann alltaf jákvæður og sterkur og tilbúinn að hressa mann við og stappa í mann stálinu. Það er sterkur einstaklingur sem getur gefið öðrum ráð og kvatningu en verið sjálfur í þessari hroðalegu aðstöðu sem Geir er í.
Stella
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 17:08
Bréf frá Geir
Mig langar að birta nokkrar línur úr bréfi frá sem ég fékk frá Geir. það sem okkur finnst hann sýna svo mikla jákvæðni, það virðist vera svo létt yfir honum. En dæmið sjálf. Ég skrifa bréfið eins og hann geri það svo að orðaröðunin er stundun vitlaus.
"Allt er gott að frétta, ég er búin að skrá mig fyrir 2 fög."
"Ég hef líka verið að reyna að vélrita eins og oft fljótlega og ég get, en ég mun ekki ná að klára fagið frá Indiana fyrir Júni svo ég verð að fá framlengingu. Málið er það að ég er að læra að vélrita og gera verkið og því miður kemst ég stundum ekki í vélritun nema 2-3 tíma á viku. ég er að berjast til að fá að nota tölvu sem ég á að fá að nota núna samkvæmt lögum, en skólastjórinn er að segja að hann verði að finna tölvu og hver veit hvenær það mun ske."
"Annars mun ég þurfa að flytja yfir til S-3 í byggingu #8 svo ég geti farið í skólan, en það verður góð tilbreyting. Mér líður svo miklu betur núna eftir að ég get farið í skólann."
Já. það er ekki mikil neikvæðni í þessu. En svona er Geir og núna er hann fluttur og bara þokkalega sáttur við það allt saman.
Ekki meira í bili, set inn fréttir um leið og þær berast.
Stella
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2008 | 13:02
NÝJAR FRÉTTIR
Jæja loksins kom að því að ég settist niður til að skrifa nokkur orð. Allt of langt er síðan bæt var við hér og mun ég reyna að vera duglegri héðan í frá. :)
Annars er allt gott að frétta af honum Geir, svona eins gott og hægt er. Hann tók tvö fög í Indiana University og stóð sig með miklum ágætum, hefur ekki fengið minna en B í neinu prófi eða fyrir neitt verkefni. Sem er auðvitað rosalegt miða við að hann hefur ekki verið í skóla síðan, ja hann kláraði High School.
En svo var það um áramótin að hann reyndi að sækja um í skólanum sem er í fangelsinu en var sýnjað um það þar sem hann væri ekki með dvalarleyfi í Bandaríkjunum lengur. Eftir mikið vesen kom það þó loksins í ljós að hann gæti fengið að fara í skólan og hann byrjaði þar fyrir tveimur vikum síðan. Kennt er í fangelsinu. Hvernig það fyrir komulag er veit ég ekki alveg. En hann er allavega í sambandi við kennara og aðra sem eru að læra.
Skólinn er eins og nokkurs konar útibú frá Southside Virginia Community College. Geir skráði sig í sumarskólan og tók tvö fög. BIO 199GP - Supervised study in Biology (BIOLOGY III) og í HIS 122GP - U.S.History II. Í fyrsta prófinu i seinustu viku í sögu, fékk hann A. Svo hann er nú anski klár strákurinn, það máhann eiga. Hann er reyndar að fara í próf í dag í efnafræði sem honum kveið svolítið fyrir þar sem hann var ekki viss um hvernig honum mundi ganga að muna allt það sem hann þarf að muna. En ég hef fulla trú á honum. Veit að honum mun ganga vel.
Annars var nú ekki neitt auðveld að komast í þessa kennslu. það var ekki nóg að sækja bara um og allt komið. Nei hann þurfti að flýtja. Það varð að flýtja hann í aðra byggingu þar sem skólinn er staðsettur. Og það var nú ekki auðveld fyrir hann. Geir er búinn að vera á sama stað í 7 ár. Farinn að þekkja alla og fangelsið sem hann var í (eða frekar byggingin) var frekar róleg. Þar voru langtímafangar og viss rútína á hlutunum. Núna á nýja staðnum er það allt öðruvíssi. Nýjar reglur, nýtt viðhorf hjá bæði föngum og fangavörðum og allt breytt. T.d. varð hann vitni að sínum fyrstu slagsmálum í mjög langan tíma, bara um leið og hann var fluttur. Og fangaverðirnir leyfðu slagsmálumum að standa í smá tíma áður en þeir gerðu eitthvað. Geir sagði líka að hann þyrfti að passa sig þarna. Þarna eru frekar fangar sem eru í styttri tíma en þar sem hann var og þá eru reglurar öðruvísi.
Geir þarf t.d. að biðja um það skriflega að fá að fara út í fótbolta, einnig að fara í vinnu og margt annað sem hann gat gert án vantkvæða þarf hann nú að biðja um leyfi skriflega. En hann er rosalega ánægður með að vera í skólanum svo hann ætlar ekki að láta hitt hafa áhrif á sig. Alla vega ekki mikil.
Ekki meira í bili. Ætla að setja inn bréf sem hann sendi mér á morgun.
Kv. Stella
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 13:42
Fær ekki læknisaðstoð
Geir er bara nokkuð ánægður þessa dagana. Sérstaklega með skólann. Hann hefur verið að vinna nokkur verkefni og finnst það virkilega skemmtilegt. Það er svo yndislegt að heyra hvað honum finnst gaman að vera að læra. Geir kemst í ritvél tvisvar í viku til að skrifa upp verkefnin sín en þegar hann er búinn að vera að berjast við að handskrifa tvær til þrjár blaðsíður verður það að hálfri þegar hann er búinn að vélrita það. Honum finnst það rosalegt en jafnframt æðislega fyndið.
Reyndar er Geir mjög slæmur í hægri hendinni og á virkilega erfitt með að skrifa. Hann fór í aðgerð seinasta haust vegna klemmdra tauga en sú aðgerð misheppnaðist. Ef hann lætur höndina hanga niður með síðunni blánar hún öll upp og hann er með stöðuga verki. Hann bað um það að fá að hitta lækni en var sagt að það kæmi sko ekki til. Hann fær kannski að hitta hjúkrunarkonu í vikunni. Þetta er náttúrulega ekki hægt. En svona er þetta. Þegar höndin byrjaði að blána svona vildi hann auðvitað komast strax til læknis og sagði að þetta væri nú neyðartilfelli en fangaverðirnir sögðu bara nei. Nei, sko þú þarft enga læknisþjónustu. Það þarf að skera hann aftur en það tók hann rúm tvö ár að bíða eftir fyrri aðgerðinni svo það getur tekið annað eins að biða eftir annarri aðgerð.
En að öðru leiti hefur hann aldrei haft það betra síðan hann fór í fangelsið. Hann er svo til alveg hættur að borða í matsalnum, maturinn er alveg óætur þar. Yfirleit kaupir hann sér svona skyndibita úr sjálfsölum og segir að það sé miklu betra. Við sem höfum smakkað þessa sjálfsölu skyndibita í Ameríku vitum að það er nú engin gæða fæða. En vegna ýmissa aðila getur hann nú veit sér það og fær meira en nóg að borða. Reyndar dreymir Geir um að fá heimatilbúinn mat. Vonum að það geti ræst fyrr en seinna.
Ég hef ekki heyrt hvort hann sé búinn að fá íslensku orðabókina ennþá. Eða þær skólabækur sem voru pantaðar fyrir hann. Fæ að vita það seinna í vikunni.
Guðrún, mamma Geir, kemur til Íslands núna í september. Ætlum okkur að reyna að hitta á utanríkisráðherra þá og sjá hvort það sér eitthvað að frétta eða gerast í hans málum. Vonum að við fáum tíma hjá henni.
Ekkert meira að frétta í bili.
Stella
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2007 | 13:56
Frábærar fréttir.
Jæja, loksins, loksins.
Guðrún systir hringdi í mig klukkan eitt í nótt með kveðju frá Geir. Hann er loksins búinn að fá gögnin frá skólanum.
Fylkisstjórinn kom í fangelsið í gær og fangarnir kvörtuðu yfir því að hafa ekki fengið neina pakka í heilan mánuð. Fylkisstjórinn lét þá fangelsisyfirvöldin láta þá fá pakka. Geir fékk ekki alla pakkana sína en hann fékk frá skólanum. Hann var svo spenntur. Hann þarf að skrifa tvö ljóð og fimm blaðsíðna ritgerð um eitthvað. Hann getur ekki beðið eftir þvi að byrja. Geir sagði mömmu sinni að honum hefði alla tíð þótt gaman að búa til ljóð og hlakkaði mikið til að byrja.
Á föstudögum eru pakkadagar svo við vonum að hann fái skóna og orðabókina þá. Einnig voru tvær bækur, sem pabbi hans fékk að kaupa og láta senda, ekki komnar. Það eru bækur sem honum var ráðlagt að lesa til að hjálpa sér við lærdóminn. En vonandi fær hann þetta allt á föstudaginn.
Karen dóttir mín fékk afmæliskort frá Geir í dag. Rosalega flott mynd af Geir fylgdi með. Ég þarf bara að fá mér skanna til að geta sett þetta hér á síðuna. Hann er svo yndislegur að muna alltaf eftir afmælisdögunum þeirra, barnanna minna það er að segja. Sonur minn fékk kort frá honum í janúar og þeim finnst það alltaf æðislegt. Hann skrifar: ,,Live life to the fullest." eitthvað sem við þurfum öll að gera.
Svo loksins góðar fréttir frá honum.
Annars mun ég ekki skrifa núna í viku þar sem ég er að fara í bústað. Vonandi verða góðar fréttir þá líka.
Bless í bili og hafið það gott.
Stella
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2007 | 23:55
Fangelsið heldur pökkunum.
Komið þið sæl.
Ég fékk bréf frá Geir og hann er ánægður með þetta blogg mitt. En ástandið er nú ekkert rosalega gott hjá honum. Hann er mjög slæmur í hendinni og gat ekki skrifað nema hálfa blaðsíðu. Aðgerðin mistókst alveg herfilega og hann veit ekkert hvenær hann kemst til læknis. Þeir sem eru hér á Íslandi í fangelsi mundu nú ekki líða það að fá ekki einu sinni læknisaðstoð. En svona er víst í Ameríkunni.
Annars eru þeir í fangelsinu að halda öllum sendingum til Geirs nema bréfum. Það eru fjórar vikur síðan skólinn úti sendi Geir skólagögn og hann hefur ekki fengið þau ennþá. Þeir voru búnir að lofa því að hann fengi þau síðasta föstudag en fékk þau ekki. Einnig eru um fjórar vikur síðan hann pantaði skó en hann hefur ekki heldur fengið þá. Og svo eru það geisladiskarnir sem hann pantaði. Ekki fengið þá heldur. Og það er ennþá lengra síðan að hann pantaði þá. En þeir geta haldið þessu eins lengi og þeir vilja.
Við erum bara að vona að þeir hafi ekki sent orðabókina til baka. Ég veit að þeir sendu eitthvað til baka sem var frá Eymundsson en hvort það er orðabókin eða annað veit ég ekki. Ég veit að Eymundsson ætlaði að senda honum Bókatíðindi og það var vonandi bara það sem þeir sendu til baka.
Það er vonandi að hann fái þessa pakka á föstudaginn næsta. Pökkum er bara úthlutað á föstudögum. Svo við skulum vona að það gangi eftir.
Ég vildi bara að það væri eitthvað hægt að gera. En hvað?
En Geir er samt alltaf jafn, ja hvað getur maður sagt, alltaf í jafnvægi. Trúin er hans styrkur. Eða eins og hann segir í bréfinu til mín:
,,Þetta getur verið svolítið niðurdragandi að heyra um líka, en ég er en frjáls að innan."
Svona er Geir.
Sjáum hvað gerist. Skrifa meira þegar ég veit meira.
Stella
Bloggar | Breytt 11.7.2007 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2007 | 22:12
Úr bréfum frá Geir.
Ég hef ekkert heyrt frá Geir núna síðustu daga. Ég sendi honum bréf í vikunni og Guðrún (mamma hans og systir mín) er búin að senda Geir útprentun af þessari síðu. Það verður gaman að sjá hvað hann segir við þessu. Ég var nefnilega ekki búin að segja honum frá þessu. En ég veit að hann á eftir að hafa gaman af.
Þar sem ekkert nýtt er að frétta langar mig að skrifa nokkrar línur úr bréfi sem ég fékk frá Geir í apríl á þessu ári.
"Takk fyrir bréfið og það síðasta. Þú ert frábær ég þakka þér svo mikið fyrir alla hjálpina sem þú ert að gefa mér og allan styrkinn sem ég fæ. Ég hef verið að skrifa bréf alveg stanslaust, það eru margir að skrifa mér og sína mér styrk."
"Eins með að fá bækur, má ég ekki fá neitt fyrr en ég er búin að panta það og búin að fá leyfi fyrir því, ég verð að sína að ég er að borga fyrir allar bækur."
Það sem nú kemur er úr bréfi sem ég fékk í byrjun apríl, eða fyrsta bréfið eftir að viðtalið var sýnt.
"O.K. svo er skólinn, 14000$ fyrir 7 árum en núna er það yfir 17000$ og þetta er ástæðan sem ég var ekki að segja ykkur um þetta. Ég hef aldrei spurt ykkur um pening og þetta er allt of mikið til að spyrja fjölskylduna mina að borga fyrir, við erum engin rík. Það væri ekkert smávegis æðislegt að geta farið í skóla og gera sjálfan betri tilbúin fyrir betra líf."
" Ég er að skrifa þakkar bréf fyrir miljónina. það er þó mjög erfitt að skíra út hvað þakklátur ég er."
Það er aldrei nein svartsýni eða þungi í bréfunum frá Geir. Hann er alltaf bjartsýnn og léttur. Og rosalega þakklátur fyrir allt sem er gert. Það er líka fátt sem honum finnst skemmtilegra en að fá bréf. Svo ef þú hefur áhuga á að skrifa honum endilega gerðu það. Hann svarar öllum en ekki senda nema 5 blaðsíður í einu. Hér er addressan hjá honum.
Geir Thorisson 263907
Crcc.Hu5-425
901 Corrections-way
Jarratt VA 23870-9614
U.S.A.
Takk í bili.
Stella
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2007 | 19:05
Fyrstu fréttir.
Sæl öll sömul. Nú ætla ég að byrja að segja frá Geir og hvað er að gerast hjá honum.
Síðan viðtalið var við hann í Kastljósi hefur margt breyst til hins betra hjá honum. Margir vildu gera eitthvað fyrir hann og stofnaði ég því söfnunarreikning og það voru þó nokkuð margir sem vildu leggja sitt af mörkum. Viljum við Þakka öllum innilega fyrir þeirra framlag. Þeir peningar sem söfnuðust hafa komið sér svo rosalega vel fyrir Geir að það er varla hægt að lýsa því og því þakklæti sem hann vill koma á framfæri við alla. T.d. þegar hann skemmti skóna sína í fótbolta um daginn fékk hann pening til að kaupa sér skó strax aftur. Þurfti ekki að líma og teypa þá saman. Einnig hefur hann nú getað keypt sér auka mat og það finnst honum alveg frábært.
Geir er einnig að byrja í skóla. Hann er búinn að fá inn í Indiana University, í bréfaskóla þar. Hann fær auðvitað ekki að nota tölvu og þarf því að skrifa öll verkefni með penna upp á gamla mátan. Geir byrjaði á að taka eitt fag, Introductory Creative Writing, til að sjá hvernig honum gangi og einnig til að sjá hvernig fangelsið taki á prófum og þess háttar hjá honum. Geir er svo himinlifandi glaður að geta farið í skóla að mamma hans segir að hann hafi bara aldrei verið eins ánægður eftir að hann fór inn. Nú getur hann haft eitthvað til að dreifa huganum og eyða tímanum í. Reyndar var hann svolítið hræddur við að byrja í skóla ef hann þyrfti svo að hætta vegna peningaleysis. En honum voru gefin mörg loforð um að svo myndi ekki verða.
Loksins í gær var hægt að senda honum orðabókina sem Eymundson gaf honum. Við megum ekki senda honum bækur svo að við fengum þá til að senda honum bókina en fyrst varð Geir að senda þeim bréf með money order. Þar sem hann verður að greiða fyrir bókina, en hann þurfti ekki að greiða mikið. Svo þetta kemur sér vel. Ég vona að hann fái bókina jafnvel fyrir helgi, alla vega fljótlega eftir helgi.
Stofnað hefur verið Styrktarfélag í þágu Geirs Thorissonar. Mun það sjá um greiðslu skólagjalda fyrir Geir. Einnig mun það sjá um að hann hafi efni á að kaupa sér þau föt sem hann þarf, bækur og annað. Pokasjóður úthlutaði félaginu styrk upp á 1. milljón króna. Það tók Geir ansi langan tíma að átta sig á því að það færi raunverulegt. Þakkar hann og við hjá Styrktarsjóðnum innilega fyrir þennan styrk.
Mikið að fólki hefur verið að skrifa Geir eftir viðtalið. Alls konar fólk, á öllum aldri. honum finnst æðislegt að fá bréf og svarar öllum sem skrifa honum. Geir skrifar líka flott bréf og það fólk sem ég hef talað við sem skrifar honum finnst bréfin frá honum frábær. Hann er líka aldrei niðurdreginn og sér alltaf það jákvæða og góða við allt. Hann er svo ótrúlega jákvæður þrátt fyrir allt.
Jæja, ég ætla ekki að skrifa meira í bili en bæti inn um leið og ég fæ að heyra eitthvað frá Geir eða þegar ég fæ bréf. Einnig geta þeir sem skrifast á við hann og vilja koma einhverju á framfæri, gert það.
Við Geir viljum þakka öllum innilega fyrir þann samhug og þá hjálp sem hann hefur fengið.
Guð blessi ykkur öll.
Stella
P.S. Reikningsnúmer styrktarreiknings inn á upplýsingum um höfund.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)